Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
"Sun"dagur...
9.5.2010 | 19:03
Fékk líka þessa fínu aðstoð í garðvinnunni í dag... "Gula" skvísan þarna upp í himninum sá til þess að hér voru allir utandyra í allllllan dag. Hér var hreinsað, slegið, raglað, grillað, trambólínast, úðarinn settur í gang og bleytt í sér, skellt sér í sund og þar sýndi mælirinn 21°c. Nú er spurning hvort hægt sé að komast inn. Uppskeran er hreinni garður, sólbruni, freknur, sólstingur og sól í hjarta. Er s.s. búin að taka svolítið til á lóðinni minni.
Bara frábær dagur hér í Nesinu!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfið mitt
8.5.2010 | 13:02
Ég bý klárlega í fallegasta sveitarfélagi landsins og er ótrúlega stolt af því. Borgarfjörður og sveitirnar hér í kring er kláralega staðurinn. Hér vil ég búa og ala upp mín börn. Ég hef oft reynt að greina sjálfa mig hvort ég sé þéttbýlis- eða dreifbýlistútta en sú sjálfskoðun hefur yfirleitt leitt til einhvers konar blöndu. Ég elska að komast í sveitina, í bústaðinn og hitta vini mína í dreifbýlinu og svo get ég varla hugsað mér annað en að vinna á vinnustað þar sem ég hitti mikið af fólki og sá vinnustaður er nú í Reykjavík, en get varla hugsað mér að búa á höfuðborgarsvæðinu eða í sveitinni. Frekar erfið... Gæti líklega kallað mig "þétt-dreifbýlistútta" en er samt alls ekkert svo þétt.
Þar sem ég bý nú í fallegasta sveitarfélaginu þá vil ég endilega líka búa í snyrtilegasta sveitarfélaginu og þar er alltaf hægt að gera betur. Hugsa stundum með sjálfri mér hvort það sé hreinlega ekki hægt að færa veginn í gegnum Kleppjárnsreyki svo ferðafólk þurfi ekki að horfa upp á það andleysi sem ríkir þar í snyrtimennskunni. En það þýðir víst ekki að breiða yfir skítinn eða fela hann. Það þarf að kynda rösklega upp í ungmennafélagsandanum og hjálpast að við þetta ekki bara á Kleppjárnsreykjum heldur alls staðar og ég og þú þurfum líka að hugsa um lóðirnar okkar.
Kveðja frá Náttúru-Perlu landsins!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)