Þriðjudagurinn 13. maí og miðvikudagurinn 14. maí 2008 – annar og þriðji dagur. Frankfurt – Singapúr – Jakarta

Rifum okkur snemma upp þar sem við þurftum að fara á skrifstofu Icelandair og ganga frá flugmiðunum til Jakarta þar sem það var ekki mögulegt vegna annars í Hvítasunnu deginum áður. Tókum svo gott rölt í bænum, veðrið var frábært og náði þetta að mestu að breiða yfir pirring gærdagsins.

Við áttum flug kl. 22 frá Frankfurt og nú gekk innritunin alveg eins og í sögu. Flugtími til Singapúr var um 11,5 tími og lentum við þar um kl. 15:30 á staðartíma í Singapúr. Það var frekar lítið um svefn á leiðinni en þó hægt að dotta við og við. Bólgnir fætur, hitamolla og hristingur í loftinu gerðu þetta að nánast endalausu flugi. Fórum aftur í loftið í Singapúr um kl. 17 eftir að gert hafði verið við sprungið dekk á flugvélinni. Lentum um kl. 18 á staðartíma í Jakarta þreyttar en spenntar.

Á flugvellinum voru mörg öryggistékk og þurfum við að fylla út ýmsa pappíra á leið okkar í gegnum völlinn. Á flugvellinum bættist í hóp okkar forseti pólska Badmintonsambandsins, Michael Mirowski og tókum við leigubíl saman af flugvellinum á hótelið. Að ganga út úr flugvellinum var eins og að ganga á vegg, mikill raki og ofboðslegur hiti og allt annar menningarheimur. Allt svæðið fyrir utan dyrnar á flugvellinum var þakið af Indónesum, líklega mest allt frekar fátækt fólk sem reyndi að ná athygli manns alveg um leið. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef virkilega verið til í að vera dökkhærð. Það voru gjörsamlega allra augu á okkur þarna.

Öryggisgæsla er mjög öflug í Indónesíu og er það eitt af löndum sem eru með mestu öryggisráðstafanir í heiminum. Fjölmargar leigubílastöðvar eru í gangi en einungis er mælt með 2 stöðvum þar sem þekkt er að þær standi í alls konar ólöglegri starfsemi. Við vorum komnar á hótelið á milli kl. 20 og 21 eftir að hafa verið rukkuð um ca. 100.000 af leigubílstjóranum fyrir að keyra okkur frá flugvellinum... sko í indónesískum rúpíum en það gerir ca. 11 US dollarar fyrir 45 mínútna akstur sem er auðvitað ekki neitt.

Enduðum daginn með snarli með þeim Lars Sologub framkvæmdastjóra sænska sambandsins, Hans Lenkert forseta sænska sambandsins og Axel syni hans. Löngu og ströngu ferðalagi lokið í bili en flugþreyta og jafnvægisleysi sat í stelpunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband