Jakarta - Indónesíu
20.5.2008 | 10:53
Jæja hér stóð nú til að rita mjög ítarlega ferðasögu nánast daglega frá ferðalagi okkar Ásu til Indónesíu á ársþing Alþjóðasambandsins í badminton. Veruleikinn varð nú sá að nettengingar í Indónesíu eru ekki af sprækustu gerð og ýmsar uppákomur urðu til þess að ég ákvað að fresta þessu þar til almennileg tenging yrði komin á. Við sitjum hér á flugvellinum í Frankfurt og erum alveg að hafa þetta eftir mjög langt og strangt ferðalag. Veit ekki hvort tíminn hér á myndinni sést en hann sýnir flugtímann sem eftir er frá Frankfurt til Singapúr en það voru nú ekki nema 11,5 tími í loftinu, púfff... áður voru það ca. 3,5 tími Keflavík - Frankfurt og að endingu voru það 1,5 tími Singapúr - Jakarta. Best að taka þetta bara lið fyrir lið... sjá dagbók.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.