Dagur 1 rennur saman við dag 2 - ævintýri...
24.5.2012 | 11:33
Ekkert gaman að þessum ferðalögum nema lenda í einhverjum ævintýrum. Eftir keyrslu úr Borgarnesinu góða einhvern tímann fyrir hádegi í gær miðvikudag var farið í loftið til Keflavíkur 13:15 og flugtími um 3 klst. Ansi windý rétt af stað en annars ljómandi fíntflug.
Grét svolítið yfir mynd sem ég horfði á á leiðinni og þá einhvern veginn fara taugarnar af stað og hugurinn festist hjá börnunum og fullt af hugsunum streyma í gegn. Einmitt í gær þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að byrja að fara í þessar ferðir mínar. Mér fannst alltaf jafn vont að fara og að koma heim, fékk samviskubit og snökkti svolítið af stað en var svo eins og litlu börnin og gleymdi þessu þegar komið var á áfangastað... og á leiðinni heim þá hvolfdist þetta yfir mig aftur allar tilfinningarnar, saknið og allt það. Var oft heltekin af samviskubiti yfir því að vera að skilja
ormana eftir heima en sem betur fer hefur aðeins dregið úr þessu en tilfellin dúkka upp endrum og sinnum.
Lenti um kl. 18:15 á dönskum tíma í Köben og smá tími til að rölta hring og kíkja í HM... engin reisa til DK án þess að kíkja í HM.
Því næst var að reyna að breyta um sæti þar sem ég hafði fengið úthlutað inni í miðju og fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta 3+4+3 sætaraðir og glatað að vera ein á ferli og vera í miðju einhvers staðar. Á meðan að þessar elskur í inntjékkinu voru að garfa í mínum málum birtist Poul-Erik forseti Badminton Europe og var hann líka einn á ferð og tilvalið að reyna að krækja okkur í sæti
saman sem endaði svo með því að við vorum færð í góð" sæti og höfðum nóg pláss, almennilegar ábreiður og almennilega lazy-boy. Eitthvað dróst nú að komast í loftið þar sem farangur einhvers sem var ekki með fullgildan passa var kominn um borð í vélina og þurfti að finna hann og fjarlægja en hann fannst auðvitað ekki og farið var í loftið amk 40 mín eftir áætlaða brottför eða um 21:40 að dönskum tíma. Flugtími var áætlaður 8 klst og 55 mín. Var alveg orðin
glorhungruð þarna og því máltíðin vel þegin í vélinni. Svo var bara að velja úr afþreyingu... horfði á 1 mynd og svo 2 aðrar með öðru auganu á milli sem við spjölluðum, ég dottaði, las eða leysti zudokur. Svona áður en ég fór að sofa alveg þá voru kvöldverkin tekin... þvo sér og tannbursta með fína burstanum á fínu inniskónum sem fylgja. Var vakin af djúpum svefni í morgunmat ca. 1:45 klst fyrir lendingu (rifjaðist upp fyrir mér að það er sífellt verið að bera í
mann mat, snakk og drykk og enginn friður til að slaka.
Peking tók á móti okkur sólrík og spennandi. Þegar lent var í Peking þá var orðinn ansi knappur tími til að ná fluginu til Wuhan sökum tafanna í Köben og fyrir algjöra rælni sá ég konu halda á blaði úr stílabók þar sem ritað var flugið mitt til Wuhan. Ég spjallaði aðeins við hana og hún var mjög stressuð yfir því að ég þyrfti að drífa mig til að geta náð fluginu. Mér fannst þetta kannski ekkert tiltöku mál þannig lagað 1 ½ tími í flug og ég búin að tjékka farangurinn minn inn alla leið ennnnn... nei nei það er ekki hægt þannig ég þurfti að drífa mig og fara í einhverja röð og hlaupa
þarna og fara á skrifstofu Air China og barasta líklega ekki náð þessu öllu saman nema við Poul-Erik komum okkur bara fyrir í innritunarröðinni og bara frekar slök. Eftir stutta stund kemur hún hlaupandi móð og másandi og tekur í handlegginn á mér og segir þú þarft að koma núna... og hún var alveg sveitt. Hún s.s. sleit mig úr röðinni og hljóp af stað sem þýddi auðvitað að ég legði
undir mig betri fæturnar og hljóp á eftir henni. Við fóru fram fyrir alls staðar og svo rétti hún mér blað þar sem voru allar upplýsingar um mig... hérna þú átt þetta og þetta ert þú" svei mér þá ef skóstærðin var ekki þarna líka. Ef þú nærði ekki þessu flugi þá áttu sæti í þetta flug, (áætlað 6 tímum síðar) og þetta sagði hún mér á hlaupum. Hún var með heilan her í talstöðinni sem var alveg klár á því að Sigríður Bjarnadóttir væri á leiðinni og jafn og þétt fjölgaði aðstoðarfólkinu. Við þurftum að taka lest á milli til að sækja farangurinn og hún tjáði mér að það tæki 3 mínútur og svo stóð hún og reiknaði hvað við hefðum langan tíma á milli þess sem hún spjallaði við allt
aðstoðarfólkið.
Þó svo að ég hafi tjékkað farangurinn alla leið til Wuhan í Keflavík þá er það svo að það þarf að sækja hann og tjékka hann inn aftur þannig að næst lá leiðin á færibandið þar sem ég hafði 3 mínútur til að finna töskuna mína en þegar þarna var komið við sögu þá voru engar töskur farnar að koma í ljós. Vinkona mín var þarna alveg kófsveitt og sagði mér að velja að bíða eftir töskunni eða fara núna með fluginu mínu... úfff... valdi að taka flugið þannig að nú þurfti boarding passann og ég vissi ekki fyrr en hún var búin að rífa af mér vegabréfið og hlaupin af stað með hann til að ná í passann og á hlaupunum kallaði hún... þú færð auka 5 mín og verður að bíða akkúrat hér þegar ég kem til baka með passann. Þarna voru 2 aðstoðarmenn með mér að leita að töskunni og svo bara segir annar now you have to leave"... og engin taska. Ljómandi!
Þá hófst næsta hlaup hjá okkur vinkonunum í gegnum nokkur hlið þar til við komum að tjékki þar sem þurfti að taka upp úr handtöskunni allt og gegnum lýsa mig og þarna yfirgaf aðstoðarkonan mín mig og óskaði mér góðrar ferðar og sagði að ég hefði 5 mín til að komast að hliðinu og þetta væri rosalega langur gangur og ég þyrfti að taka bíl og ef ég næði þessu ekki þá bara næsta flug. (Mátti engan veginn vera að þessari gegnum lýsingu og þarna voru gaddaskórnir komnir undir). Var svo ljómandi heppin að fá bíl strax þannig að við brunuðum eins og vindurinn allan ganginn og tókum meira að segja farþega upp í. Síðasti spölurinn voru 2 hæðir niður með rúllustigum og þar beið flugvélarrútan eftir mér og ég stökk inn og þá var brunað af stað. Safe... nema farangurinn. :S
Þegar maður býr á Íslandi og hefur fullan og auðveldan aðgang að nánast öllu áttar maður sig ekki alltaf svona einn tveir og þrír á því hvernig þetta er nú allt saman út í þessum stóra heimi. Ég var þess fullviss þar sem ég lenti í sama terminali og ég átti að fara frá að þetta væru bara gate hlið við hlið en aldeilis ekki. Rútan keyrði í ca. 8 mín á vegakerfi flugvallarins og ég sá vegi sem voru númeraðir 400 og eitthvað og 500 og eitthvað. En þrátt fyrir þetta allt þá var ég algjörlega afslöppuð og eftir að hafa lent í því að vera kyrrsett auka nótt í Frankfurt hérna eitt árið vegna vegabréfsvesenis og marg cancelluð vegna eldgosa og þurfa að ferðast í 44 tíma á áfangastað eins og í fyrra þá kippi ég mig ekki mikið upp við svona smámuni.
Eftir 2ja tíma flug frá Peking til Wuhan þar sem ég varsú eina ljóshærða í fluginu tók við snúningar út af farangrinum og spjall við frekar slaka enskumælandi kínverja sem þýddi auðvitað að transportið mitt yfirgaf svæðið. Ekki var alveg eins sólríkt hér í Wuhan... gjörsamlega rigndi brenni og eldisteini og svakalegur raki og enskukunnátta af mjööög skornum skammti hjá starfsfólki. Þvílíkur munur á flugvöllum miðað við Peking. Næsta var að tylla sér og hinkra eftir að næsta flug lenti með fulltrúa í tengslum við badminton fundina... og viti menn næsti maður var Poul-Erik sem ég kvaddi á hlaupum í Peking þannig að hann náði mér aftur.
Ferðin frá flugvellinum tók ca. 30 mín og innritunin ríflega það þar sem ég var auðvitað ekki bókuð inn á hótelið og það nánast yfirfullt. Ég var heppin og fékk þetta fína risa herbergi með risa rúmi og sófasetti og ég veit ekki hvað og baðherbergið jaðrar við spa.
Nú er klukkan orðin 19:20 að kínversku tíma og ráð að sturta sig og taka hring um hótelið og bíða þess að ferðataskan skili sér á hótelið. Svo er bara að bora sér niður og undirbúa fyrirlesturinn og hvíla sig fyrir fyrirlestrana á morgun kl. 9 sjarp.
Athugasemdir
Já sæll... ekkert smá ævintýri enda ekkert gaman að ferðast til Kína nema hafa það eftirminnilegt :) gott að þú skilaðir þér á réttan stað og vonandi skilar farángurinn sér líka... góða skemmtun og gangi þér vel heim sæta ;0).. knús til Kína
Elva Björk (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.