Hreyfing og aftur hreyfing

Háfslækjarhringurinn var farinn í liðinni viku á tveimur jafnfljótum og náði það alveg 1/2 maraþoni sú hreyfing. Í fyrsta sinn sem ég hleyp svona langt... í einu og verð að segja að þarna sigraði ég sjálfa mig. Bara fyrir ca. 1 ári þá var þetta fjarlægt en á áætlun að hlaupa einhvern tímann 1/2 maraþon... það bara gerðist ögn fyrr en búist var við. Eins og alls staðar annars staðar þá er fólk á hlaupum hér um allan bæ en fæstir hafa verið að hópa sig saman svo í fyrra þá gerði ég heiðarlega tilraun til þess að hópa þessu fólki saman á ákveðnum tímum en það gekk nú frekar upp og niður eða aðallega niður. Hins vegar var fundinn nýr tími á laugardögum og sá tími virðist henta flestum í að hlaupa í hóp. Einhverjir úr hópnum hafa hlaupið hið svokallaða Háfslækjarhringsuppstigningardagshlaup áður og fór stór hluti hópsins að stefna á hringinn þetta árið svo það ýtti mér í það að setja mér það takmark að hlaupa hringinn. Í undirbúningi var ýmislegt sem átti ekki að vera og munaði þá mestu um að hafa gengið í barndóm í badmintoninu og tekið smá keppnis sem endaði með Jumpers knee... s.s. einhverjum teyjum og bólgum á sinum sem ég hélt að ætlaði alllldrei að fara. Ekki búin að jafna mig á því enn en get vel hlaupið þó svo að ég þoli ansi lítinn snúning á hnénu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband