"Sun"dagur...
9.5.2010 | 19:03
Fékk líka þessa fínu aðstoð í garðvinnunni í dag... "Gula" skvísan þarna upp í himninum sá til þess að hér voru allir utandyra í allllllan dag. Hér var hreinsað, slegið, raglað, grillað, trambólínast, úðarinn settur í gang og bleytt í sér, skellt sér í sund og þar sýndi mælirinn 21°c. Nú er spurning hvort hægt sé að komast inn. Uppskeran er hreinni garður, sólbruni, freknur, sólstingur og sól í hjarta. Er s.s. búin að taka svolítið til á lóðinni minni.
Bara frábær dagur hér í Nesinu!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.