Færsluflokkur: Dægurmál
Ný byrjun
30.1.2010 | 22:48
Jæja komin aftur eftir risa bið.
Merkilegt hvað það er gott fyrir hugann, andann og geðheilsuna að hitta fullt af fólki sem er jákvætt og vill leggja allt sitt af mörkum til að gera samfélagið okkar betra.
Ég átti s.s. stefnumót við um 120 íbúa sveitarfélagsins í dag þar sem skipst var á hugmyndum, málin rædd yfir snilldar fundarstjórn og skemmtilegum innleggjum frá íbúum og burtflognum en þó mest að öllu þá átti ég skemmtilega stund með skemmtilegu og hugmyndaríku fólki. "Stefnumót 2010" verður vonandi grunnurinn að góðri stefnumótun fyrir sveitarfélagið okkar Borgarbyggð sem mun gefa af sér betri búsetuskilyrði og enn áhugaverðari kost fyrir innlenda og erlenda ferðamenn til að heimsækja og dvelja á.
Settir voru upp 3 megin flokkar og í hverjum flokki voru skipaðir 6 umræðuhópar s.s. 18 vinnuhópar í allt og átti ég ekki nokkrum vandræðum með að velja eins og 8 hópa sem ég vildi taka þátt í. Sem fyrr þá hélt ég mig við íþróttir, afþreyingu og skyld málefni. Hópurinn var skipaður 6 konum og körlum sérlegum áhugamanneskjum um íþróttir og hreyfingu.
Fullt að hugmyndum bæði "crazy" og raunhæfum leit dagsins ljós og munu þær verða birtar á næstu dögum.
Boðið var upp á morgunmat, kaffi, kjötsúpu, landsleik og kaffi og kleinur í restina.
Frábær dagur!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)